Sunday, November 19, 2006
Meira af ævintýrum Rúnu í Ameríku
Við fórum í Balboa Park og fengum okkur smá hressingu.

Gengum sem í draumi um japanska vináttugarðinn. Við vorum ekki fyrr komnar þangað en við hittum fólk sem leist svo vel á Rúnu að þau gátu ekki staðist að ræða við hana. Þetta fólk kom víða að, frá Þýskalandi, Biblíubeltinu í BNA, Kaliforníu og víðar. Við tókum engar myndir af vinunum, myndasmiðurinn var upptekinn við að ljósmynda gullfiska á meðan við Rúna ræddum við kunningjana snurðulaust á ensku!

Gengum sem í draumi um japanska vináttugarðinn. Við vorum ekki fyrr komnar þangað en við hittum fólk sem leist svo vel á Rúnu að þau gátu ekki staðist að ræða við hana. Þetta fólk kom víða að, frá Þýskalandi, Biblíubeltinu í BNA, Kaliforníu og víðar. Við tókum engar myndir af vinunum, myndasmiðurinn var upptekinn við að ljósmynda gullfiska á meðan við Rúna ræddum við kunningjana snurðulaust á ensku!
Á Embarcadero, í miðbæ San Diego, þar sem ferðamenn skoða herskip og skútur, en innfæddir skokka. Við fórum milliveginn og gengum rösklega og létum nægja að skoða skútur af bryggjunni.
Hér eru nokkrar myndir af okkur, (mis)áhugasömum veiðimönnum á Ocean Beach bryggju. Eins og ég hef sagt frá áður er bryggjan vinsæll veiðistaður - og Rúna var spennt fyrir veiðinni.







Við fórum svo út að borða á hinu fræga Hotel Del Mar í hádeginu seinasta daginn hennar Rúnu hérna hjá okkur. Hingað kom Marilyn Monroe reglulega og svo tókum við Rúna við!